Philharmonia Orchestra og Daniil Trifonov – 20% afsláttur til tónlistarmanna

Philharmonia Orchestra og Daniil Trifonov – 20% afsláttur til tónlistarmanna

Hátíðartónleikar í Eldborg – 18. og 19. október kl. 19:30

Framundan eru stórtónleikar í Hörpu sem eiga sér fallega sögu. Dagana 18. og 19. október mun Philharmonia Orchestra, ásamt píanistanum Daniil Trifonov leika í Hörpu í fyrsta sinn. Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Meðal gesta á tónleikunum árið 1985 voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Charles prins af Wales og Lafði Díana og gaf hljómsveitin allt fé sem safnaðist til byggingar tónlistarhúss á Íslandi.

Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins.
Af þessu tilefni býður Harpa tónlistarfólki sérkjör á tónleikana til að stuðla að því að sem flest áhugafólk um tónlistarhús geti verið viðstatt þessa stóru stund.

Á tónleikunum í Hörpu mun Philharmonia Orchestra skarta sínu fegursta. Þar mun tékkneski stjórnandinn Jakub Hruša stjórna tveimur vinsælum tékkneskum verkum:Forleik að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana og hinni mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvoráks. Rússneskipíanistinn Daniil Trifonov slær svo botninn í tónleikana með öðrum píanókonserti Rachmaninovs, einu  vinsælasta tónverki allra tíma. Enginn áheyrandi ætti að fara út ósnortinn eftir hátíðartónleika Philarmonia Orchestra í Eldborg Hörpu.

Kaupa miða hér með 20% afslætti.

https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/specialoffer/aexpugqbzyg2g/

 

 

Bestu kveðjur/Kind regards,

Edda Austmann

 

Vertu vinur Hörpu/

Make friends with Harpa