Tónlistarfólk óskast!

Tónlistarfólk óskast!

Íslensk erfðagreining stendur fyrir rannsókn á erfðabreytileikum sem hafa áhrif á taktvísi og tóneyra. Í rannsókninni beinum við sjónum að öllu hæfileikarófinu; allt frá snilligáfu í takti og tónum að tón- og taktblindu, sem einkennast af lagleysi og erfiðleikum við að halda takti.  Þátttaka í rannsókninni tekur um 25 mínútur og felur í sér að svara spurningalista og leysa stutt verkefni á vefsíðunni Tóneyra.is. Við lok verkefnisins fá þátttakendur upplýsingar um frammistöðu sína.

 

Hverjir geta tekið þátt?

Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt með rafrænum skilríkjum, hvort sem þeir telja sig vera með gott eða slæmt tóneyra, vera taktvissir eða taktlausir, eða einhvers staðar þar á milli.

 

Taktu þátt á Tóneyra.is