Kynning á Reykjavik Art Clinic í sal FÍH 5. okt. kl. 20:00

Reykjavik Art Clinic er nýstofnaður hópur heilbrigðisstarfsfólks sem sérhæfir sig í því að þjónusta og meðhöndla listafólk. Hópurinn er samansettur af sjúkraþjálfurum, gigtar- og bæklunarlæknum og tannlækni og er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Reykjavík Art Clinic mun fara af stað með móttöku fyrir listafólk í október í samstarfi við Félag íslenskra hljómlistamanna og verður hún staðsett í glænýjum og glæsilegum húsakynnum Klínikinnar í Ármúla 9!

Í tilefni þess verður haldin kynning á Reykjavík Art Clinic, starfsemi teymisins og þeim verkefnum sem framundan eru í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27 miðvikudagskvöldið 5. október kl. 20:00!

Opið verður fyrir gesti og gangandi og eru félagsmenn FÍH sérstaklega hvattir til að mæta!

https://www.facebook.com/reykjavikartclinic/reykjavik-art-clinic