Launavernd TM – ný trygg- ing

 

Við bendum félagsmönnum FÍH á nýja tryggingu sem TM býður nú upp á, Launavernd TM. Öll getum við lent í áföllum vegna sjúkdóma eða slysa og oft hafa áhrifin á fjármál viðkomandi verið alvarleg. Þetta á ekki síst við um fólk í ótryggu vinnuumhverfi, alþekkt er t.d. hversu margir tónlistarmenn vinna í verktöku. Launaverndartryggingu ættu allir að íhuga!

 

Texti frá TM:

“Launavernd TM er einstaklingsmiðuð greining sem sýnir á einfaldan hátt hvaða áhrif andlát, örorka og alvarleg veikindi hafa á fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar.

 

Bætur frá almannatryggingum, lífeyrissjóðum og stéttarfélögum duga í mörgum tilfellum skammt til að tryggja óbreytta framfærslu komi til veikinda eða slysa. 

 

Dæmi er um að einstaklingar hafi bæði föst laun og verktakalaun. Réttindi vegna andláts og óvinnufærni taka mið af föstum launum og því er afar mikilvægt að skoða vel efnahagslegar afleiðingar veikinda og slysa í þeim tilvikum.”

 

Launaverndartryggingin er einstaklingsmiðuð og panta þarf viðtal við ráðgjafa TM

 

Hér er slóð á síðu tryggingafélagsins:

 

https://www.tm.is/launavernd