Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir skólastjóra í fullt starf

Kæru félagsmenn! við vekjum athygli á þessari auglýsingu. Tónlistarskóli FÍH leitar að toppmanneskju. Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 29. apríl n.k.

Starfsfólk FÍH

Stjórn Tónlistarskóla FÍH
(Félags íslenskra hljómlistarmanna)
auglýsir eftir skólastjóra í fullt starf
frá og með 1. ágúst 2019.
Tónlistarskóli FÍH er leiðandi menntastofnun
í íslensku tónlistarlífi. Kennarar eru allir í
hópi virkustu tónlistarmanna landsins og
útskriftarnemendur orðnir á annað hundrað.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
Við leitum að hæfum, kröftugum leiðtoga
sem getur veitt faglega forystu og leitt
stefnumótun og sýn skólastarfsins til
framtíðar. Meðal helstu verkefna eru
að vekja athygli á skólanum og laða að
nemendur, móta spennandi skólastarf,
stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri,
umsjón með eftirliti og mati á þjónustu
skólans, virk þátttaka í þróun og skipulagi
skólastarfsins og samvinna við sambæri-
legar stofnanir ásamt samstarfi við aðila
tónlistarsamfélagsins.
Menntunar-og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tónlistar
• Reynsla sem tónlistarkennari
og sem atvinnumaður í tónlist
• Tónlistarleg víðsýni, áhugi á
skólaþróun og nýjungum
• Framúrskarandi samskiptahæfni
og jákvætt viðmót
• Leiðtogahæfni, metnaður og frumkvæði
• Reynsla á sviði stjórnunar
• Mjög góð tölvufærni
• Staðgóð tungumálakunnátta
og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað
rafrænt eigi síðar en mánudaginn 29. apríl
til Gunnhildar Arnardóttur á netfangið
gunnhildurarnar@ceohuxun.is merkt
Skólastjóri – Tónlistaskóli FÍH. Farið
verður með umsóknir og fyrirspurnir
sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér
rétt til að hafna öllum umsóknum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Júlía
Guðlaugsdóttir, ritari skólans, julia@fih.is,
588 8956. Laun eru skv. kjarasamningi
Félags íslenskra hljómlistarmanna og
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tónlistarskóli FÍH er í eigu Félags íslenskra
hljómlistarmanna og hefur mikla sérstöðu
meðal tónlistarskóla landsins. Hann býður upp á
hefðbundið tónlistarnám auk kennslu í rytmískri
tónlist (djass, popp og rokk). Frá og með hausti
2017 hefur skólinn sérhæft sig í kennslu á grunn-
og miðstigi í hljóðfæraleik og grunnnámi í söng.
Samstarf er mikið við MÍT (Menntaskóli í tónlist)
sem sér um kennsluna á efri stigum