Kennaradeild FÍH

Kennaradeild FÍH er fagfélag innan Félags íslenskra hljómlistarmanna. 289 tónlistarkennarar eru félagar í FÍH og sér félagið um að semja um launakjör fyrir tónlistarkennara og stjórnendur tónlistarskóla við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kennaradeild FÍH stuðlar að faglegri umræðu um menntamál tónlistar og vinnur að uppbyggingu tónlistarnáms á íslandi. Deildin stendur fyrir haust- og vorþingum um menntamál sem og sjálfstæðum málþingum um málefni tónlistarmenntunar. Kennarar innan FÍH hafa aðgang að Starfsmenntunarsjóði FÍH og geta sótt um styrki til endurmenntunar, námsefnisgerð og námskeiða. Allir tónlistarkennarar geta sótt um inngöngu í félagið.