Tónlistarsjóður – listamannalaun

Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. skv. lögum nr. 76/2004. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild.

Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, svo sem tónlistarflutnings, tónlistarhópa, tónlistarhátíða, rannsókna og skráningu á tónlist, varðveislu tónlistar og annarrar tónlistarstarfsemi.

Markaðs- og kynningardeild veitir m.a. styrki til markaðssetningar og kynningarverkefna í tengslum við íslenska tónlist og tónlistarmenn og til annarra verkefna sem miða að kynningu á íslenskri tónlist og tónlistarmönnum innan lands og erlendis.

Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Styrkir úr tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Sjá nánar um umsóknir og úthlutun í reglum um úthlutun styrkveitinga úr sjóðnum í hlekk hér fyrir neðan.

Menntamálaráðuneytið – Tónlistarsjóður