Sígildir sunnudagar 2018-2019: Opið fyrir umsóknir til 12. mars 2018
Harpa tónlistar-og ráðstefnuhús auglýsir eftir þátttakendum í tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar veturinn 2018-2019.
Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum kl 16:00, frá september 2018 til maíloka 2019. Athugið að tímasetning tónleikanna hefur færst fram um klukkustund frá tónleikaárinu 2017-2018.
Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum vikulega í Hörpu. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist.
Sem fyrr er skipulag tónleika í höndum tónlistarhópanna sjálfra en Harpa veitir röðinni stuðning með afslætti á salarleigu, auglýsingum og aðstoð við markaðssetningu, með það að markmiði að stækka áheyrendahóp klassískra kammertónleika.
Áhugasamir þátttakendur sendi eftirfarandi upplýsingar á sigildir@harpa.is fyrir 12. mars næstkomandi:
- Heiti tónlistarmanna/tónlistarhóps.
- Fjöldi tónleika í röðinni (tilgreinið hvort óskað er eftir því að halda eina eða fleiri tónleika yfir veturinn).
- Óskadagsetning/ar fyrir hverja tónleika. Varadagsetning fyrir hverja tónleika. Athugið að aðeins eru örfáir dagar lausir fyrir áramót, en fleiri eftir áramót. Tónleikaraðir ganga fyrir stökum viðburðum.
- Drög að efnisskrá fyrir hverja tónleika.
Vinsamlegast,
fyrir hönd Hörpu,
Melkorka Ólafsdóttir, dagskrárstjóri tónlistar
Click to explore Harpa Concert Hall & Conference Centre on Street View!