BHM 60 ára

BHM fagnar 60 ára afmæli á árinu og verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti

Á mildum haustdegi árið 1958 komu sautján manns, allt karlmenn, saman á gömlu kennarastofunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þetta voru fulltrúar ellefu félaga háskólamenntaðs fólks með samtals um tólfhundruð félagsmenn innan sinna raða. Tilgangur fundarins var að stofna samtök þessara félaga í því skyni að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Samtökin sem stofnuð voru á þessum degi, 23. október 1958, hlutu nafnið Bandalag háskólamenntaðra manna en fljótlega var nafninu breytt í Bandalag háskólamanna. Stofnaðilar bandalagsins voru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra fræða, Félag íslenskra sálfræðinga, Félag viðskiptafræðinga, Hagsmunafélag náttúrufræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands, Prestafélag Íslands, Tannlæknafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands.*

https://www.bhm.is/um-bhm/bhm60ara/