Minningarsjóður Jóns Stefánssonar auglýsir eftir tilnefningum

Jón Stefánsson var organisti Langholtskirkju í 50 ár.  Ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur óperusöngkonu, byggði Jón upp öflugt tónlistarlíf í Langholtskirkju þar sem hann stýrði fjölda kóra með söngfólki á öllum aldri. Í starfi sínu lagði Jón Stefánsson megináherslu á tónlistariðkun ungs fólks. 

Minningarsjóður Jóns Stefánssonar var formlega stofnaður í ársbyrjun 2017.  Markmið sjóðsins er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stefánssonar. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga og er það stjórnar stjóðsins að velja verkefni eftir reglum sjóðsins á hverjum tíma. Fyrsta úthlutun fór fram 23. febrúar 2019 og voru veittir styrkir fyrir 1.400.000kr. Þrír styrkir voru úthlutaðir til þeirra Ernu Völu Arnardóttur – píanóleikara, Gunnars Sigfússonar – tónlistarkennslufræðings og Hrafnhildar Mörtu Guðmundsdóttur – sellóleikara.  

Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að  hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi. 

 

Skriflegar tilnefningar skulu sendar á netfangið minningarsjodurjs@gmail.com eigi síðar en 15. febrúar 2020.  Í tilnefningu skulu koma fram:

  1. Upplýsingar um einstaklinginn sem er tilnefndur; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Helstu atriði úr náms- og starfsferlilsskrá.  
  2. Upplýsingar um þann sem leggur fram tilnefninguna; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Lýsing á tengslum viðkomandi við þann sem er tilnefndur.
  3. Stutt og hnitmiðuð lýsing á hvers vegna viðkomandi er tilnefndur.

iii. Lýsing á því hvernig tilnefningin fellur að markmiðum Minningarsjóðs Jóns Stefánssonar.

  1. Rökstuðningur fyrir upphæð þess styrks sem sótt er um og tímaáætlun verkefnis.

 

Stjórn sjóðsins mun ákveða upphæð veittra styrkja.  Hámarksupphæð sem hægt er að sækja um er 500.000 kr.  Úthlutað verður úr sjóðnum á Minningartónleikum Jóns Stefánssonar en nú í ár kemur Eivör Pálsdóttir heim til þess að minnast Jóns. Miðasala fer fram á tix.is

 

Meðfylgjandi er einnig auglýsing sem hægt er að prenta út og hengja upp. 

MinningarsjodurAuglysing2020

 

Bestu kveðjur,

 

Soffía Kristín Jónsdóttir

tel: + 354 867-8723

www.minningarsjodurjs.com