FÍH – fréttir vegna atvinnuleysisbóta
Kæru félagar,
í dag fer fyrir Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og einnig á lögum um Ábyrgðasjóð launa.
Um er að ræða tímabundin úrræði sem fela í sér rýmkun heimilda til að greiða atvinnuleysisbætur og er ætlað að vara á tímabilinu 15. mars – 1. júlí 2020.
Fjöldi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna eru fyrirsjáanlega að lenda í fjárhagsvandræðum út af þessu fordæmalausa ástandi sem Covid19 veiran hefur skapað. Atvinnuleysisbæturnar eru í fljótu bragði skilvirkasta leiðin til að fá hjálp og breytingin sem fer í gegn í dag gerir allt auðveldara.
Ég er tilbúinn með upplýsingabréf um hvað felst í breytingunum og hvernig eigi að sækja um en eftir samtal við sérfræðinga Vinnumálastofnunar í morgun var ákveðið að bíða með útsendingu af tveimur ástæðum: þau vilja skoða framsetningin sé efnislega rétt og svo er unnið í kappi við klukkuna þar að setja upp rétta umsóknarferla.
Um leið og réttar upplýsingar liggja fyrir sendum við ykkur bréfið. Í framhaldinu gildir að sækja um atvinnuleysisbætur, þær eru ykkar réttur!
Bestu kveðjur,
Gunnar Hrafnsson
formaður FÍH