FÍH – við lokum samspils – rýmunum tímabundið!

Kæru félagar,

 

við höfum ákveðið að loka samspilsrýmum félagsins í Rauðagerði þessa vikuna að minnsta kosti.

Ástæðan er auðvitað Covid19 smitfaraldurinn, samkomubannið kveður á um aðskilnað fólks í sameiginlegum rýmum og svo að þrif verði að fara fram eftir hverja notkun. Við höfum ekki úrræði til að bregðast við þeim kröfum í bili.

Um leið og það liggur fyrir að við getum leyst úr þessu á ásættanlegan hátt verðum við í sambandi með nýjar upplýsingar.

Bestu kveðjur og óskir um velgengni,

Starfsfólk FÍH