Listamannalaun 2025, umsóknarkerfi opið

Listamannalaun 2025 

 

Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu.  
Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, 1. október 2024. 

 

Samkvæmt lögum um listamannalaun eru til úthlutunar 1720 mánaðarlaun, 143,3 árslaun: 

  • 50 mánuðir úr launasjóði hönnuða og arkitekta, 4,2 árslaun 
  • 435 mánaðarlaun úr launasjóði myndlistarmanna, 36,3 árslaun 
  • 555 mánaðarlaun úr launasjóði rithöfunda, 46 árslaun 
  • 190 mánaðarlaun úr launasjóði sviðslistafólks, 15,8 árslaun 
  • 180 mánaðarlaun úr launasjóði tónlistarflytjenda, 15 árslaun 
  • 190 mánaðarlaun úr launasjóður tónskálda, 15,8 árslaun 
  • 60 mánaðarlaun úr launasjóði kvikmyndahöfunda, 5 árslaun 
  • 60 mánaðarlaun úr Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri, 5 árslaun 

 

Í umsóknum er óskað eftir: 

  • Lýsingu á vinnu og listrænu gildi verkefna (50% vægi) 
  • Ferli umsækjenda (30% vægi) 
  • Verk- og tímaáætlun (20% vægi) 

 
Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki við gerð þeirra. Ef við á þarf að tilgreina umsóknarnúmer samstarfslistamanna í umsóknum. 

Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólks í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs. 

 

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Skýrslur eru á „mínum síðum“ umsækjenda. 

 

Á vef listamannalauna er umsóknarform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrslna

 

Vefur listamannalauna      

 

Fyrirspurnir: listamannalaun@rannis.is eða símar 515 5839 / 515 5838 

 

Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega en umsóknarfretur rennur út kl. 15:00, þann 1. október 2024. 

 

—————————————————————————————————————————–

 

Áherslur stjórnar listamannalauna fyrir úthlutun 2025 

 
Listsköpun í forgrunni

Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að vinna og verkefni til grundvallar umsóknar um starfslaun sé í forgrunni við mat á umsóknum um starfslaun. 

Matskvarðinn sem notaður er við úthlutun endurspeglar þá áherslu og vegur lýsing á vinnu og verkefni 50%, ferill listamanns 30% og verk- og tímaáætlun 20%. 

 

 Fjölbreytni og nýliðun

Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. 

Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7% mánaða hvers sjóðs til nýliða. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028.  

 

Lengd listamannalauna 

Stjórn listamannalauna mælist áfram til þess að almennt séu ekki veittir fleiri en 12 mánuðir í senn (gæti komið til endurskoðunar á næstu árum þegar mánuðum til úthlutunar fjölgar). Úthlutanir til styttri tíma en 6 mánaða skulu ekki vera skemmri en til 3 mánaða og mega ekki fara yfir 10% mánaðarfjölda hvers sjóðs, fyrir utan samstarfsúthlutanir til tónlista- og sviðslistahópa. Æskilegt er að umsóttur fjöldi listamannalauna sé í samræmi við lengd listamannalauna samkvæmt 12. grein laga um listamannalaun.  

  

Sýnileiki listamannalauna 

Launþegum sjóðsins ber að geta þess við birtingu umsóknaverka sinna að þeir hafi notið listamannalauna. Merki listamannalauna er að finna hér.  

 

 

 

Bestu kveðjur,

Ragnhildur Zoega,

Verkefnisstjóri innlendra  menningarsjóða,

Menningaráætlunar ESB – Creative Europe og

EES uppbyggingarsjóðs/ menningarstyrkir

 

Sími 515 5838

www.rannis.is

Borgartúni 30, 105 Reykjavík.