Masterklass í Hátíðarsal FÍH 8. október kl. 17

Það er mikið ánægjuefni að geta boðið ykkur, í samvinnu við Tónastöðina og Hljóðfærahúsið, upp á ókeypis tónstofu með einum stærsta áhrifavaldi jazzsögunnar, Jeff „Tain“ Watts.

Við báðum félaga okkar, Sigurð Flosason, að lýsa því hvað þessi heimsþekkti trommuleikari stæði fyrir að hans mati:


„Jeff “Tain” Watts er tvímælalaust einn af áhrifamestu núlifandi trommuleikurum jazzsögunnar.  Hann er lifandi goðsögn sem hefur leikið með stórstjörnum jazzins á borð við Wynton Marsalis, Branford Marsalis, Michael Brecker, Alice Coltrane, Ravi Coltrane, Harry Connick Jr.,Kenny Garrett, Geri Allen,  McCoy Tyner, Steve Coleman og Gonzalo Rubalcaba, Watts býr yfir gríðarlegri tæknilegri færni og hæfni til að kljást við flókna rytma.  Engu að síður er hann þekktur fyrir einstaka smekkvísi og sérlega músíkalska nálgun.“

 

Öll eru velkomin meðan húsrúm leyfir, við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið!