Jazzdeild FÍH
1. Fræðslustarf Jazzdeildar í þágu jazztónlistar á Íslandi. Kennsla á jazztónlist í námskeiðaformi fyrir tónlistarnemendur af öllu landinu.
2. Þátttaka í Jazzkeppni ungra norrænna jazzleikara (YNJC) í samstarfi við Tónlistarskóla FÍH og mögulega Jazzhátíð Reykjavíkur.
3. Samstarf við önnur jazzsambönd á Norðurlöndum og Evrópu, með það í huga að íslenskir jazzleikarar komist í upplýsinganet hvað varðar bókanir og jazzhátíðir.
4. Kynning erlendis á Íslenskri jazztónlist, t.d. með kynningum “sampler” á útgefnu efni.
5. Fjármögnun á kynningu jazztónlistar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.