Jón Stefánsson organisti er látinn

news_482

Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju, er látinn 69 ára að aldri. Jón lenti í alvarlegu bílslysi í Hrútafirði í nóvember og komst aldrei aftur til meðvitundar og lést vegna heilablóðfalls. 

Jón fæddist í Vogum í Mývatnssveit þann 5. júlí 1946. Hann var ráðinn organisti í Langholtskirkju þegar hann var einungis sautján ára gamall. Þá var hann á fyrsta ári í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskólanum.

Hann var einn dáðasti kórstjóri landsins og maðurinn á bak við afar öflugt kórastarf í Langholtskirkju undanfarna áratugi.

Jón lætur eftir sig eiginkonu sína, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur.

Útför Jóns fer fram í Langholtskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13:00 en jarðsett verður frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14:00