FIM ráðstefnan 2016
Alþjóðaráðstefna FIM (Alþjóðasamtaka tónlistarfélaga) stendur nú sem hæst. FÍH er gestgjafi ráðstefnunnar og einn skemmtilegasti þáttur þess hefur verið, að margir félagar okkar hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri. Í gær komu þrjár hljómsveitir fram á tónleikum í Silfurbergi: Skuggamyndir frá Byzans, Kvartett Einars Vals Scheving ásamt Ragnari Bjarnasyni og stórhljómsveit undir forystu Róberts Þórhallssonar og Jóhanns Hjörleifssonar, ásamt Margréti Eir og Friðriki Ómari. Öll lög voru íslensk þjóðlög eða frumsamin og alltaf fáum við að heyra hversu undrandi menn eru á gæðum flutningsins, spilamennskunni og söngnum