Fréttir
-
13
-
1.6.2016
FIM ráðstefna á Íslandi
Dagana 5-10. júní er FÍH gestgjafi ráðstefnu FIM (e. International Federation of Musicians) sem fram fer í Hörpu. Ráðstefnur FIM eru haldnar á fjögurra ára fresti og þar koma saman fulltrúar verkalýðsfélaga tónlistarmanna hvaðanæva að úr heiminum og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna. Það er okkur mikill heiður að vera valin til að standa fyrir […]
Lesa alla frétt -
6.4.2016
Jón Stefánsson organisti er látinn
Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju, er látinn 69 ára að aldri. Jón lenti í alvarlegu bílslysi í Hrútafirði í nóvember og komst aldrei aftur til meðvitundar og lést vegna heilablóðfalls. Jón fæddist í Vogum í Mývatnssveit þann 5. júlí 1946. Hann var ráðinn organisti í Langholtskirkju þegar hann var einungis sautján ára gamall. Þá var […]
Lesa alla frétt -
10.3.2016
Páll Helgason, tónlistarmaður og kórstjóri er látinn
Páll Helgason, tónlistarmaður og kórstjóri, lést laugardaginn 5. mars, á sjötugasta og öðru aldursári. Páll var fæddur á Akureyri 23. október 1944.Foreldrar hans voru Helgi Pálsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi, f. á Akureyri 14. ágúst 1896, d. 19. ágúst 1964, og Kristín Pétursdóttir húsmóðir, f. 8. janúar 1900 á Tjörn í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu, d. 5. […]
Lesa alla frétt -
8.3.2016
Hlín Pétursdóttir Behrens, formaður FÍT-klassískrar deildar FÍH, skrifaði skelegga grein í DV í dag þar sem hún bendir í hverju vönduð gagnrýni gæti falist:
Höfundur: Hlín Pétursdóttir Behrens formaður FÍT, klassískrar deildar FÍH Forsendur eða gagnrýnin sem aldrei var skrifuð. Bandaríski tenórinn Jerry Hadley fjallaði eitt sinn um það í viðtali hvað væri mikilvægt fyrir unga söngvara til ná árangri í list sinni. Til dæmis að finna sér góðan kennara og stunda námið af kappi, en einnig væri […]
Lesa alla frétt -
24.2.2016
Kjarasamningur tónlistarkennara FÍH samþykktur
Atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings tónlistarkennara FÍH lauk á miðnætti í gær. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.
Lesa alla frétt -
23.2.2016
Góðu málefnin og listin að lifa
Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson skrifar Uppistandarar, tónlistarmenn, myndlistarmenn, rithöfundar, dansarar, og þannig mætti áfram telja, kannast að öllum líkindum við að fá símtal þar sem beðið er um ólaunað framlag eða listaverk því málefnið er vissulega gott. Og það er erfitt að segja nei við bættum aðstæðum veikra barna, baráttunni gegn válegum sjúkdómum, uppbyggingu íþrótta- […]
Lesa alla frétt -
17.2.2016
Kjarasamningur vegna tónlistarkennslu undirritaður.
Í gær 16. febrúar var undirritaður kjarasamningur milli FÍH og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör tónlistarkennara. Í framhaldi af undirritun er boðað til félagsfundar í Rauðagerði 27 nk,laugardag kl.11:00 þar sem samningurinn verður kynntur. Reynt verður að senda fundinn út á netinu. Kosning um samninginn fer svo fram 22.-23.febrúar og hefst kosning […]
Lesa alla frétt -
16.2.2016
Kjarasamningur organista felldur í atkvæðagreiðslu
Kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna f.h.FÍO/Organistadeildar FÍH við Samninganefnd Þjóðkirkjunnar var felldur í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 11. og 12.febrúar sl. Niðurstaða atkvæðagreiðslu var eftirfarandi: Já sögðu 15 eða 35,7% Nei sögðu 23 eða 54,8% og 4 skiluðu auðu eða 9,5%. Alls kusu því 42 sem þýðir 63,6% þátttaka í kosningunni. Boðað er til félagsfundar […]
Lesa alla frétt -
3.2.2016
Kjarasamningur organista við Launanefnd Þjóðkirkjunnar undirritaður
Í gær 2. febrúar 2016 var undirritaður kjarasamningur á milli Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra hljómlistarmanna FÍO/Organistadeildar FÍH um kaup og kjör organista í kirkjum landsins. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum miðvikudaginn 10.febrúar kl.9:00 í Rauðagerði 27 . Organistar eru hvattir til að fjölmenna. Kjarasamningurinn er hér á heimasíðu FÍH til kynningar
Lesa alla frétt -
28.1.2016
Kjarasamningur við Borgarleikhúsið samþykktur
Kjarasamningur við Borgarleikhúsið var samþykktur á félagsfundi miðvikudaginn 27. janúar s.l. Samningurinn birtist hér í heild sinni.
Lesa alla frétt