1. 29.3.2022

    Myndir úr 90 ára afmæli félagsins

    Við þökkum þeim fjölmörgu sem sóttu afmælisboð félagsins á föstudaginn 25. mars.  Fjöldi frábærra listamanna komu fram og góður rómur var gerður að veitingunum frá NOMY.  Heiðursgesturinn, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, lék á alls oddi og í verkum hennar og tali má finna þann hlýhug  og samstöðu sem hún hefur sýnt tónlistarfólki, nú síðast er hún kynnti […]

    Lesa alla frétt
  2. 11.3.2022

    FíH – upplýsingar um viðspyrnustyrki

    Kæru félagsmenn, Við höfum beðið ansi lengi eftir að staðfesting kæmi um að viðspyrnustyrkir hefðu verið framlengdir fyrir tímabilið desember til og með mars, eins og lofað hafði verið. Nú eru staðfest að framlengingin er komin í gegn sbr. eftirfarandi texta á heimasíðu Skattsins: „…Framhald viðspyrnustyrkja Nýlega voru samþykkt á Alþingi lög um framhald viðspyrnustyrkja. Þar […]

    Lesa alla frétt
  3. 1.3.2022

    FÍH 90 ára!

    Kæru félagsmenn, Í dag er merkisdagur í sögu Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH var stofnað 28.febrúar 1932 og er því hvorki meira né minna en 90 ára í dag! Ykkur undrar kannski af hverju hefur ekki farið meira fyrir afmælinu í aðdragandanum, skýringin er að fyrir nokkrum vikum sáum við að Covidfárið yrði ekki gengið niður […]

    Lesa alla frétt
  4. 9.12.2021

    Sverrir Garðarsson er látinn

    Sverrir Garðarsson er látinn Sverrir Garðarsson, formaður FíH á árunum 1968-1987 er fallinn frá. Sverrir var alla tíð ötull og ódeigur baráttumaður fyrir hagsmunum tónlistarmanna og lagði mikið af mörkum til uppbyggingar félagsins. Eitt af hans stóru afrekum var til dæmis að stofna Tónlistarskóla FÍH,  en sú framsýni átti eftir að valda byltingu í uppbyggingu […]

    Lesa alla frétt
  5. 12.10.2021

    FÍH – fræðsludagskrá BHM, starfsmannasamtölin og kynningar á sjóðum BHM

    Fjölmenning á vinnustað – námskeið með Ingrid Kuhlmann sem haldið var þriðjudaginn 5. október er nú aðgengilegt út þriðjudaginn 12. október á Námskeiðasíðu BHM. Kynning á starfsþróunarsetri háskólamanna er einnig aðgengileg núna, bæði hér á Youtube rás BHM og á Námskeiðasíðu BHM. Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi – fyrirlestur með Guðrúnu Björg Bragadóttir verður haldinn á […]

    Lesa alla frétt
  6. 17.9.2021

    FÍH – nýir opnunartímar skrifstofu

    Kæru félagsmenn,   við höfum ákveðið að innleiða til reynslu nýja opnunartíma skrifstofu FíH og frá og með 9. september er skrifstofan í Rauðagerði opin frá 9-12 á virkum dögum.  Eftir sem áður er svarað í síma félagsins alla virka daga frá kl. 9-12 og 13 -17 (föstudögum 13 – 16)  yfir vetrartímann.   Á […]

    Lesa alla frétt
  7. 2.7.2021

    Sumarlokun í FÍH

    Skrifstofa og æfingarhúsnæði FÍH verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks frá mánudeginum 12. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst. Með sumarkveðju. Starfsfólk FÍH

    Lesa alla frétt
  8. 24.3.2021

    Ályktun aðalfundar BÍL um starfsumhverfi listamanna

    Samþykkt BÍL  um starfsumhverfi listamanna og atvinnuástand í skapandi greinum. Ástand það sem myndaðist í kjölfar samkomubanns á liðnu ári kom afar illa við listamenn og það fólk sem starfar í listum og skapandi greinum. Af því að ekki sér fyrir endann á afleiðingum þessa ástands vill aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna vekja athygli á alvarlegri […]

    Lesa alla frétt
  9. 24.3.2021

    Ályktun aðalfundar BÍL um stofnun Þjóðaróperu

    Bandalag íslenskra listamanna telur að stjórnvöldum beri að búa óperustarfsemi á Íslandi sömu umgjörð og rekstrarskilyrði og öðrum opinberum sviðslistastofnunum. Slíkt verður einungis tryggt með því að stofna þjóðaróperu með stoð í lögum um sviðslistir nr. 165/2019. Lagagrundvöllur þjóðaróperu þarf að vera sambærilegur þeim sem gildir um Þjóðleikhús og Íslenska dansflokkinn, þar sem hlutverkið er […]

    Lesa alla frétt
  10. 24.3.2021

    Ályktun aðalfundar BÍL um samningagerð í RÚV

    Ályktun  BÍL um samningagerð í RÚV Í nýlegum samningstilboðum  sem Ríkisútvarpið ohf. (RÚV) hefur gert listamönnum koma fram  kröfur um að viðsemjandi fallist nú á tilteknar samningsskyldur sem ekki hafa  áður verið gerðar. Má þar nefna: Að RÚV megi framselja viðkomandi efni til annarra miðla hér á landi og í öðrum löndum Að RÚV megi […]

    Lesa alla frétt