Tilkynningar
-
25.9.2025
Auglýsing frá Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Rutar Hermanns
Styrktarsjóður samtaka um tónlistarhús og Rutar Hermanns auglýsir umsóknarfrest fyrir styrki til tónleikahalds í Hörpu á árinu 2026. Auglýsingin birtist einnig á heimasíðu sjóðsins: styrktarsjodursut.is
Lesa alla frétt -
22.9.2025
FÍH – Námskeið í umsóknargerð
FÍH býður félagsmönnum upp á námskeið í umsóknargerð í sjóði, svo sem Tónlistarsjóð og Listamannalaun. Umsóknarferlið getur virkað flókið og því nauðsynlegt að fá aðstoð við gerð umsókna til að stuðla að betri árangri. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 29.september kl 19:00 i Vestursal FÍH – Rauðagerði 27. Námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn Vinsamlegast skráið […]
Lesa alla frétt -
5.9.2025
Opið fyrir skráningu í IX. píanókeppni EPTA
Við minnum á að skráning er í gangi í IX. píanókeppni EPTA sem verður dagana 6. til 9. nóvember 2025. Í fyrsta skipti verður keppendum frá Færeyjum og Grænlandi boðið að taka þátt í keppninni. Frestur til að skrá keppendur til leiks er 26. september nk. Reglur keppninnar og nýtt íslenskt tónverk finnið þið […]
Lesa alla frétt -
3.9.2025
“Þjóð gegn þjóðarmorði” – samstöðufundur á Austurvelli
FÍH er aðili að samstöðufundinum “Þjóð gegn þjóðarmorði” í gegnum heildarsamtök okkar BHM. Fundurinn er haldinn á Austurvelli næstkomandi laugardag milli kl 14 og 16. Nánar er sagt frá tilefni fundarins á þessari vefsíðu: https://fb.me/e/awM6q72ei Við hvetjum ykkur til að sýna samstöðu í baráttunni gegn hörmungunum á Gaza með því að mæta! Stjórn FÍH
Lesa alla frétt -
2.9.2025
FÍH – 3ja Menningarsjóðsúthlutun verður 19.9.2025
Við vekjum athygli ykkar á að þriðji úthlutunarfundur ársins úr Menningarsjóði FÍH verðru haldinn föstudaginn 19. september og að umsóknir þurfa að hafa borist fyrir miðnætti miðvikudaginn 17. september til að umsóknin komi til greina við þá úthlutun. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir flipanum „Umsóknir“ —> „Menningarsjóður“. Þar má einnig lesa úthlutunarreglur sjóðsins og við minnum […]
Lesa alla frétt -
20.8.2025
Strengjamót á Akranesi 10. – 12. október
Strengjamót verður haldið á Akranesi dagana 10. – 12. október 2025. Gisting og máltíðir verða í Grundaskóla og hefst móttaka þar kl. 16:00 föstudaginn 10. október. Æfingastaðir Æft verður í leikskólanum Vallarseli, Grundaskóla, Þorpinu félagsmiðstöð, Tónlistarskólanum og Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA). Mótinu lýkur svo með tónleikum í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á sunnudeginum kl. 14:00. […]
Lesa alla frétt -
15.8.2025
Alþjóðlegar Lagahöfundabúðir á Arnarstapa
Frá 27. september til 1. október 2025 sameinast heimsklassa lagahöfundar og framleiðendur á Arnarstapa í skapandi sprengju af tónlist og efling á tengslaneti með innblæstri frá íslenskri náttúru Meðal leiðbeinenda eru Sister Bliss (Faithless) og Liam Howe (Sneaker Pimps, FKA Twigs), (Sem eru tilbúin í viðtal um verkefnið), ásamt úrvali íslenskra tónlistarmanna frá Iceland Sync Creative. Aðeins 20 sæti í boði […]
Lesa alla frétt -
15.8.2025
Skapandi Tónlistarstjórnun 2025-Haustnámskeið
undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths Haustnámskeið í skapandi tónlistarstjórnun eru sívinsæll liður í upphafi nýs starfsárs hjá tónlistarkennurum, tónmenntakennurum og stjórnendum kóra og hljómsveita. Tímanum verður skipt á milli praktískra ferla og umræðna, þar sem hópurinn mun kryfja viðfangsefnin, spyrja spurninga og ræða hvernig hægt væri að þróa efnivið áfram og aðlaga að þeirra eigin starfsumhverfi. […]
Lesa alla frétt -
15.8.2025
OPIÐ KALL
fyrir dansara og tónlistarfólk Við leitum að dönsurum og tónlistarfólki til þess að taka þátt í dansverkinu Aldrei áður aldrei aftur – óður til dansins eftir Steinunni Ketilsdóttur. Aldrei áður aldrei aftur er óður til dansins þar sem leikni og listfengi dansarans er í forgrunni. Verkið er dansverk sem er skapað og flutt í […]
Lesa alla frétt -
4.7.2025
Sumarlokun í FÍH
Skrifstofa FÍH ásamt æfingahúsnæði verða lokuð vegna sumarleyfa frá 14. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst. Með sumarkveðju, starfsfólk FÍH.
Lesa alla frétt