1. 23.10.2018

    Aðalfundur Jazzdeildar FÍH og Jazzhátíðar Reykjavíkur

    Aðalfundur Jazzdeildar FÍH og Jazzhátíðar Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 10.nóvember kl. 11:00 í húsakynnum félagsins í Rauðagerði 27. Á fundinum verður farið yfir stöðu Jazzhátíðar og senunnar almennt. Allir félagsmenn sem telja sig málin varða eru hvattir til að mæta!   kær kveðja, Stjórn Jazzdeildar FÍH Stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur

    Lesa alla frétt
  2. 18.10.2018

    Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2019

    Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2019. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://styrktarsjodursut.is Umsóknarfrestur er til kl. 24:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018

    Lesa alla frétt
  3. 3.10.2018

    Styrkir úr Tónlistarsjóði 2019

         Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu: 1. janúar – 30. júní 2019. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna […]

    Lesa alla frétt
  4. 24.9.2018

    Vetrarþing FÍH

    Þann 25. janúar næstkomandi mun kennaradeild FÍH standa fyrir vetrarþingi í sal FÍH í Rauðagerði 27. FÍH vill með þinginu stuðla að faglegri umræðu um tónlistarkennslu og bjóða kennurum að taka þátt í dagskrá sem tekur á mikilvægum málefnum sem snúa að tónlistarmenntun. Vetrarþingið getur jafnframt nýst sem hluti af símenntunaráætlun tónlistarskólanna. Við bjóðum alla […]

    Lesa alla frétt
  5. 21.9.2018

    Land- og loftbrú FÍH – nýtt – ferðastyrkir

    Land- og loftbrú FÍH – ferðastyrkir   Kæru félagsmenn, ú er að hefjast tilraunaverkefni hjá FÍH sem vonandi gengur vel og verður til framtíðar. Ferðalög milli landshluta í tónleikahaldi eru oftast þungur fjárhagslegur baggi og kostnaðurinn verður stundum til þess að tónleikar eru ekki haldnir. Félagið hyggst veita ákveðnum fjárhæðum í að gera ferðalögin auðveldari […]

    Lesa alla frétt
  6. 17.9.2018

    Frá Orlofssjóði BHM

    Kæri sjóðfélagi BHM   Þann 17. september kl. 09:00 verður opnað fyrir tímabilið 3. desember 2018 – 4. janúar 2019. Bókanir fara fram í gegnum þitt svæði á bókunarvef OBHM, bhm.fritimi.is og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.     Með kveðju, Gauti Skúlason.   …………………………………………………………………………………………………………………………………………………………. Gauti Skúlason Ráðgjafi / Orlofssjóður Consultant / Vacation fund Þjónustuver […]

    Lesa alla frétt
  7. 3.7.2018

    Sumarlokun í FÍH frá 16. júlí – 7. ágúst

    Lokað verður í FÍH vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með mánudeginum 16.júlí og framyfir Verslunarmannahelgi. Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Starfsfólk FÍH

    Lesa alla frétt
  8. 11.6.2018

    DÓMNEFND ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA

    Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna ásamt SAMTÓN (sem er bakhjarl Íslensku tónlistarverðlaunanna) leita til félagsmanna aðildarfélaga SAMTÓNs og aðila sem tengdir eru íslensku tónlistarlífi með það í huga að gefa þeim kost á að bjóða sig fram til starfa sem fulltrúar í dómnefndum vegna tónlistarársins 2018.   Leit stendur yfir að opnum eyrum í dómnefnd sem fjallar […]

    Lesa alla frétt
  9. 11.5.2018

    Aðalfundur FÍH 2018

    Aðalfundur FÍH 2018 verður haldinn þriðjudaginn 22. maí  kl. 18:00 í sal FÍH í Rauðagerði 27 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Kosning til stjórnar.  Kosið er um formann og meðstjórnanda Önnur mál Boðið verður upp á veitingar í hléi. Vert er að benda á eftirfarandi úr lögum félagsins: Framboð til stjórnarsetu skulu berast skrifstofu félagsins a.m.k. […]

    Lesa alla frétt
  10. 27.4.2018

    STÍR Opinn fundur í Austurbæjarbíóí 2. maí kl. 20

    Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, STÍR, verða með opinn fund í Austurbæjarbíói miðvikudaginn 2.maí kl. 20.00 um framtíð tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg. Á fundinum verður m.a. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það gefst kærkomið tækifæri til að kynnast hug þessarra frambjóðenda til málefna tónlistarkennslu í Reykjavík. Framsöguerindi flytur Júlíana Indriðadóttir skólastjóri […]

    Lesa alla frétt