Kjarasamningur organista felldur í atkvæðagreiðslu

Kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna f.h.FÍO/Organistadeildar FÍH  við Samninganefnd Þjóðkirkjunnar var felldur í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 11. og 12.febrúar sl. 

Niðurstaða atkvæðagreiðslu var eftirfarandi:  Já sögðu 15 eða 35,7%   Nei sögðu 23 eða 54,8% og 4 skiluðu auðu eða 9,5%. Alls kusu því 42 sem þýðir 63,6% þátttaka í kosningunni.  

Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 23.febrúar nk. kl.9:00 í  Rauðagerði 27  þar sem næstu skref verða rædd. 

F.h samninganefndar

Björn Th. Árnason formaður FÍH