Dagana 5-10. júní er FÍH gestgjafi ráðstefnu FIM (e. International Federation of Musicians) sem fram fer í Hörpu. Ráðstefnur FIM eru haldnar á fjögurra ára fresti og þar koma saman fulltrúar verkalýðsfélaga tónlistarmanna hvaðanæva að úr heiminum og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum tónlistarmanna. Það er okkur mikill heiður að vera valin til að standa fyrir þessum viðburði, við erum sannfærð um að þessi samræða muni skila árangri í bættum kjörum og vinnuumhverfi okkar, jafnframt því að beina sjónum þátttakenda að því listalífi sem blómstrar á Íslandi.