Gengið til samninga um rekstur Listframhaldsskóla

19.8.2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH um stofnun nýs listframhaldsskóla á sviði tónlistar.

Í skólanum mun nemendum sem hyggjast leggja stund  á framhaldsnám í tónlist gefast kostur á sérhæfðu undirbúningsnámi á því sviði. 

Ákvörðunin er tekin í kjölfar ferlis sem Ríkiskaup heldur utan um og er í samræmi við niðurstöður matsnefndar sem skilaði áliti til mennta- og menningarmálaráðherra. 

Gert er ráð fyrir að gengið verði til samninga við skólana á næstu dögum.