Aðalfundi FÍH 2018 er nýlokið

 

Síðastliðinn þriðjudag fór fram aðalfundur félagsins.

 

Töluverðar breytingar urðu í stjórn félagsins:

 

Gunnar Hrafnsson tekur við sem formaður af Birni Th. Árnasyni

Greta Salóme Stefánsdóttir og Ólafur Jónsson taka sæti í stjórn

María Magnúsdóttir og Margrét Eir Hönnudóttir taka sæti í varastjórn

 

Úr stjórn gengu, auk Björns, Kári Allansson og úr varastjórn Jóhann Hjörleifsson. Þessum mönnum eru þökkuð óeigingjörn og vönduð störf fyrir félagið.

 

Sérstaka athygli vakti við kynningu ársreikninga að góður viðsnúningur hefur orðið í rekstrinum og staða félagsins er afar góð.

 

Við lok fundar var fráfarandi formaður, Björn Th. Árnason, gerður að heiðursfélaga FÍH, sem þakklætisvottur fyrir hans mikla og góða starf um áratugaskeið.

 

Fyrrverandi og núverandi formaður FÍH í lok fundar