Yfirlýsing frá BHM
Gunnar Hrafnsson
formaður FÍH
______________________________________________________________________________
Við viljum raunverulegt samtal um launaliðinn!
Yfirlýsing aðildarfélaga BHM vegna stöðu kjaraviðræðna
19.9.2019
Eftirfarandi er yfirlýsing sem 21 aðildarfélag Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér vegna stöðunnar í kjaraviðræðum félaganna við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg:
Aðildarfélög Bandalags háskólamanna krefjast þess að viðsemjendur – íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg – hefji án tafar raunverulegt samtal við félögin um launalið nýrra kjarasamninga. Nú hafa samningar verið lausir í næstum hálft ár og enn hafa viðsemjendur ekki fengist til að ræða sanngjarnar launakröfur félaganna. Við viljum að háskólamenntun skili einstaklingum ávinningi. Það er miður að viðsemjendur hafa til þessa ekki boðið okkur annað en kjararýrnun í formi krónutöluhækkana og skerðingar þegar áunninna réttinda.
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag háskólakennara
Félag háskólakennara á Akureyri
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
Félag íslenskra félagsvísindamanna
Félag íslenskra hljómlistarmanna (Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands)
Félag íslenskra leikara
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félag lífeindafræðinga
Félag prófessora við ríkisháskóla
Félag sjúkraþjálfara
Félagsráðgjafafélag Íslands
Fræðagarður
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Ljósmæðrafélag Íslands
Sálfræðingafélag Íslands
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga