Opið er fyrir skráningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020

 

Þann 1. desember var opnað fyrir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020 en hægt er aðsenda inn tilnefningar í fjórum flokkum til og með 15. janúar.
Árið 2019 hefur verið afskaplega viðburðarríkt og gjöfult hjá íslensku tónlistarfólki þó ekki sé meira sagt.
Jákvæðar fréttir af íslensku tónlistarfólki og árangri hér heima sem og erlendis heyrast nánast daglega og það er hugur í fólki.
Margt hefur gerst á árinu sem er að líða og sköpunarkrafturinn er mikill. Þegar litið er yfir útgáfu ársins og allt er talið til sem komið hefur út af músík; hvort sem um er að ræða stórar plötur eða stuttskífur á rafrænu formi, vínylplötur, kassettur og geisladiskar, þá telur útgáfan vel yfir 300 titla, sem er gríðarlega mikið.

 Tónlistarviðburðir sem haldnir hafa verið um land allt skipta hundruðum, á öllum sviðum tónlistarlífsins og það fer engin varhluta af því að
tónlistarflutningur er í miklum blóma í öllum landshornum. 

Öllu íslensku tónlistarfólki, öllum tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér nýlög, tónverk eða myndbönd árið 2019 er frjálst að senda inn tilnefningar í viðeigandi flokka.
 
Flokkarnir eru fjórir:

1. Sígild- og samtímatónlist.
2. Djass- og blústónlist.
3. Popp-, rokk-, hipphopp- og raftónlist
4. Önnur tónlist: Opinn flokkur, kvikmynda- og leikhústónlist, og þjóðlaga- og heimstónlist.
 
Verðlaunaflokkum hefur fjölgað síðastliðin ár. Bætt hefur verið við verðlaunum fyrir rapp og hipphopp, raftónlist, þjóðlagatónlist og kvikmynda- og leikhústónlist og hafa þessar breytingar bæði mælst og reynst afar vel. Verðlaunaflokkar eru þó háðir þeim afmörkunum aðnægilega margar frambærilegar tilnefningar berist í tilgreinda flokka.
 
• Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2019
• Skilafrestur á innsendingum rennur út á miðnætti 15. janúar 2020
• Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar um miðjan febrúar 2020
• Veitt verða 38 verðlaun í 4 flokkum auk heiðursverðlauna
• Verðlaunahátíðin fer fram í Hörpu miðvikudaginn 11. mars 2020
• Íslensku tónlistarverðlaunin eru í beinni útsendingu á RÚV
Á heimasíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna, www.iston.is, má finna allar helstu upplýsingar um verðlaunin, reglur, samstarfsaðila, sögu hátíðarinnar, lista yfir verðlaunahafa fyrri ára og einnig þá sem hlotið hafa tilnefningar.
 
 Það eru þeir Þormóður Dagsson, Kristinn Evertsson og Steve Anatai sem eiga veg og vanda aðglæsilegu útliti og hönnun heimasíðunnar.

Til að skrá verk skal fylgja þessum hlekk en hér er um að ræða innsendingarsíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna: https://istonumsokn.firebaseapp.com

Nánari upplýsingar um Íslensku tónlistarverðlaunin 2020
Senda má inn tilnefningar vegna verka sem gefin eru út og frumflutt á árinu. Tónlist má skila á rafrænu formi en jafnframt er mælst til þess aðsenda inn geisladiska eða plötur ef kostur er á slíku.
Dómnefnd í sígildri og samtímatónlist fer fram á fá eintök af diskum eða
hljómplötum í hendur hafi þau á annaðborð verið gerð.
Tekið verður við eintökum á skrifstofu STEFs sem er á Laufásvegi 40. Tekið er við hljóðritum í viku eftir að lokað er fyrir skráningu umsókna.
 Eintökum er ekki skilað aftur til útgefenda.
Tilnefna má útgáfu í Plata ársins sem inniheldur annaðhvort: 4 ný lög eða fleiri, eða að lágmarki 16 mínútur af nýrri tónlist.
Ekki skiptir máli hvort hljóðrit sé gefið út stafrænt eða á föstu formi en hljóðritið þarf aðvera gefið út á árinu sem er að líða og vera aðgengilegt almenningi.
Verðlaun verða veitt á ný í ár fyrir Upptökustjórn ársins þar sem valin er besta hljóðmynd á hljómplötu sem nær þvert á alla flokka. Hljóðmynd samanstendur af listrænni framsetningu efnis, hljómi og skýru tónmáli sem hæfir efninu. Eftirfarandi aðilar sem koma aðupptökum og gerð hljóðrits geta verið tilnefndir í innsendingu:
 Listamaður, listrænn stjórnandi (producer), hljóðtæknir sem sá um hljóðblöndun, hljóðtæknir sem sá um hljóðjöfnun og upptökustjóri. Við verðlaunum taka þeir sem tilnefndir eru í skráningu.
Í ár verða veitt 38 verðlaun í fjórum flokkum auk heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Reglur og leiðbeiningar Íslensku tónlistarverðlaunanna er að finna á
www.iston.is. Spurningum og fyrirspurnum varðandi gjaldgengi og fyrirkomulag skal beint til stjórnar í gegnum netfangið iston@iston.is.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu miðvikudaginn 11. mars 2020 en tilnefningar verða kynntar um miðjan febrúar.

Stjórn Ístón skipa Margrét Eir Hönnudóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Jóhann Ágúst Jóhannsson.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmunafélaga tónlistarinnar, FÍH, STEFs og SFH, undir merkjum Samtóns.
Fylgist meðokkur á Facebookog Twitter.
Ef spurningar má senda póst á iston@iston.is.

Fyrir hönd Íslensku tónlistarverðlaunanna,
Margrét Eir, Kristján Freyr og Jóhann Ágúst
www.iston.is