FÍH – búið að opna fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki!

Kæru félagsmenn,

loksins kom að því, opnað var fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki í morgun. Hér er texti af heimasíðu Skattsins:

“Tekjufallsstyrkir – opið fyrir umsóknir

11.1.2021

Tekjufallsstyrkir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020 og að uppfylltum ýmsum öðrum skilyrðum.

Sótt er um á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is. Ef umsækjandi um tekjufallsstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér ítarlegar leiðbeiningar á vefsíðu Skattsins en þær eru á íslenskuensku og pólsku.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn

Umsókn um tekjufallsstyrk þarf að berast eigi síðar en 1. maí 2021.”  

Við hvetjum ykkur til að sækja um og nýta ykkar sjálfsagða rétt. Skatturinn hefur gefið út fyrirheit um að afgreiðslur umsókna verði tiltölulega fljótlegar og vonandi stenst það. Allar upplýsingar varðandi umsókn um tekjufallsstyrk eru; eins og hér sést að ofan; á heimasíðu Skattsins  en við verðum á vaktinni ef vandamál koma upp.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk FÍH