FíH – upplýsingar um viðspyrnustyrki
Kæru félagsmenn,
Við höfum beðið ansi lengi eftir að staðfesting kæmi um að viðspyrnustyrkir hefðu verið framlengdir fyrir tímabilið desember til og með mars, eins og lofað hafði verið. Nú eru staðfest að framlengingin er komin í gegn sbr. eftirfarandi texta á heimasíðu Skattsins:
„…Framhald viðspyrnustyrkja
Nýlega voru samþykkt á Alþingi lög um framhald viðspyrnustyrkja. Þar er gert ráð fyrir annars vegar að hægt verði að sækja um viðspyrnustyrki frá ágúst til desember 2021 og hins vegar frá 1. desember 2021 til og með mars 2022. Styrkirnir eru ætlaðir þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og að gerða stjórnvalda til að verjast henni.
Unnið er að gerð rafrænnar umsóknar en það mun taka nokkurn tíma. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir í lok mars eða byrjun apríl. Tilkynnt verður þegar unnt verður að sækja um…“
Eins og textinn segir þarf Skatturinn tíma til að klára umsóknarferlið en um leið og opnað er á umsóknirnar ætlum við að bjóða upp á aðstoð sérfræðings. Eins og síðast yrði það í formi viðtals hér á skrifstofunni í Rauðagerði og við kynnum tímapantanir þegar þar að kemur. Reynslan af aðstoð sérfræðingsins við fyrri umsóknir skipti augljóslega miklu máli og mörg fengu viðspyrnustyrki þó að þau héldu fyrirfram að þau væru réttlaus!
Bestu kveðjur,
Starfsfólk FíH