Almenn lausavinna

Tónleikar og skemmri tónlistarflutningur.
Uppreiknað 1.2.2024 m.v. vísitölu í des. 2023: 966,3 stig

  1. 1. gr. Almennt

    Tónleikar/annar tónlistarflutningur kr. 51.328.- alls með launatengdum gjöldum kr. 66.728.-. Tímakaup er kr. 12.832.- án launatengdra gjalda, en kr. 16.682.- með launatengdum gjöldum.

  2. 2. gr. Lágmarksútkall

    Lágmarksútkall er 2 klst. Á hverja æfingu reiknast 1 klst. í heimavinnu.

  3. 3. gr. Tónleikar

    Tónleikar reiknast 4 klst.

  4. 4. gr. Konsertmeistari

    Álag konsertmeistara 30%.

  5. 5. gr. Einleikur

    Álag fyrir einleikshlutverk 40%.

  6. 6. gr. Hljómsveitarstjórn

    Álag fyrir hljómsveitarstjórn 50%.

  7. 7. gr. Aðrar greiðslur

    Greiða skal þ.a.a. 10.17% orlof, 7% verkfæragjald, 8% lífeyrissjóð, 1.25% sjúkra-og orlofsheimilasjóð, tryggingargjald 6,35 % eða samtals 32,77%.

  8. 8. gr. Stærri hópar

    Séu flytjendur 18 eða fleiri, skal samið sérstaklega um greiðslur til þeirra.

  9. 9. gr. Ferðalög og stórhátíðarálag

    Greiða skal uppihalds-og ferðakostnað auk dagpeninga sem hér segir:
    a) Dagsferðir: Tímakaup frá því að lagt er af stað, þar til komið er til baka.
    b) Lengri ferðir: Tímakaup 10 kst. hvern byrjaðan dag, að frádregnum æfngatíma.

    Á eftirtöldum stórhátíðardögum skal greiða 50% álag:
    nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní, aðfangadag jóla eftir kl. 12:00, jóladag, og gamlársdag eftir kl. 12.