Útfarir – organistar

Félag íslenskra hljómlistarmanna vegna Félags íslenskra organleikara – Organistadeildar FÍH

Þóknun fyrir organleik við útfarir og kistulagningu gildir frá 1.2.2024 og uppreiknast miðað við desembervísitölu hvers árs.

1. Orgelleikur við útför án séróska, sálmar sungnir og val á forspili og eftirspili í höndum organista:

Kr. 42.420

2. Orgelleikur við útför ásamt undirleik með einsöng eða einleik.Gert er ráð fyrir einni æfingu með einleikara / einsöngvara, að hámarki 2 verk, og / eða orgeleinleik í athöfn, þ.m.t. forspil og eftirspil:

Kr. 63.026

3. Orgelleikur við kistulagningarbæn.Athöfn einföld í sniðum, oftast leikið á undan og eftir hinu talaða orði, sjaldan kórsöngur, oftast einn eða tveir söngvarar: Kr. 31.503

4. Orgelleikur í allt að 20 mínútur á undan athöfn: Kr. 31.503

5. Gjald fyrir ferð: Kr. 4.131
Á við um þéttbýlissvæði, utan þeirra gildir kílómetragjald, ákveðið af ferðakostnaðarnefnd ríkisins.

6. Greiða skal tímakaup fyrir æfingar og undirbúning ef tónlistarflutningur er umfangsmeiri við útför en skilgreint er í lið 2. Gildir einnig vegna útsetninga og nótnavinnu vegna séróska. Tímakaup kr. 15.669

7. Upptaka/streymi :

Ef um er að ræða upptöku eða streymi af einhverju tagi er organista heimilt að bæta allt að 30% álagi við gjald fyrir orgelleik.

Reikna skal 45 % álag á laugardögum og sunnudögum í samræmi við almenna kjarasamninga.

Um lágmarkstaxta er að ræða.
Alltaf skal sjá til þess að aðstandendur séu vel upplýstir um viðmiðunargjaldskrá þessa og heildarkostnað áður en starf er hafið.

Undantekningalaust skal hafa samband við þann organista sem leikur við útför um val á tónlistinni.Þetta er gert til að tryggja fagleg vinnubrögð og fyrirbyggja misskilning.
Tilmæli stjórnar FÍH til félagsmanna um að ganga ekki í störf organista eru frá 6. maí 2005. Þar segir:

Stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna fer þess á leit við félagsmenn sína að þeir gangi ekki í störf organista við kirkjuathafnir.Hér er átt við hefðbundna kirkjutónlist sem spiluð er á hefðbundið kirkjuorgel þar sem sérmenntunar er þörf.
Organistadeild óskar jafnframt eftir samstarfi og samvinnu við aðra tónlistarmenn við tónlistarstörf innan kirkjunar og að gagnkvæm virðing ríki þeirra á milli.
Tökum höndum saman og gerum góða tónlist enn betri.