Orlofsheimili

Hér sækir þú um hjá BHM:

Umsóknir vegna úthlutunar orlofsdvalar eru á þínum síðum á vef BHM www.bhm.is

Þar er einnig að finna umsóknir v. Úthlíðar og Bjarnabúðar fyrir mánuðina  júní, júlí og ágúst

Hér sækir þú um hjá FÍH:

Hægt er að sækja um dvöl að  Ökrum í landi Stóra Fjalls í Borgarfirði allt árið og í Úthlíð frá og með september og út maí. Akrar voru keyptir árið 1988 en Kjarrhús við Guðjónsgötu 11 í Úthlíð voru keypt árið 2006. Báðir bústaðarnir eru á kjarri vöxnu landi, er mjög vel búinn öllum nútímaþægindum meðal annars gufubaði og heitum pottum.

Útleiga fer fram á skrifstofu félagsins og er einungis leigt út í viku í senn frá föstudegi til föstudags, frá og með 1. júní til 1. september. Á öðrum tíma er hægt að dvelja að Ökrum og Úthlið í skemmri tíma. Leiga er ákveðin á aðalfundi.

Fullgildir skuldlausir félagar ganga fyrir við úthlutun orlofshúsa.

Umsóknum vegna Akra skal skila fyrir lok apríl og í byrjun maí úthlutar Orlofsnefnd FÍH umsóknum sumarsins. Umsóknum er svarað skriflega.

Hér er umsóknareyðublað fyrir Akra