Fræðsluátak FÍH – Frábært tækifæri!
Kæru félagsmenn,
Í nútímanum skiptir sífellt meira máli að tónlistarflytjendur geti sjálfir stjórnað og byggt upp sína ferla og við höfum orðið vör við aukinn áhuga félagsmanna á upplýsingum og fræðslu þegar kemur að útgáfum og markaðssetningu á tónlist.
Við hjá FíH viljum sinna þessari þörf og það gleður okkur því að tilkynna að við erum komin í samstarf við Unni Söru Eldjárn hjá „Wrap My Music“. Unnur Sara hefur á stuttum tíma unnið sér sess sem einn af okkar helstu sérfræðingum á sviði markaðssetningar tónlistar í gegnum stafræna miðla og er eftirsóttur leiðbeinandi á því sviði.
Vefsíða Unnar Söru heitir www.wrapmymusic.is og félagsmenn FÍH fá 80% af fræðslupökkunum hennar niðurgreidda af FÍH, þannig eru félagsmenn einungis að borga 398 – 3.000 kr fyrir einstök námskeið að eigin vali. Hér eru námskeiðin og verðin:
Námskeið: Almennt verð: FÍH verð:
Útgáfuráð Unnar Söru 8.500 1.700
Stafrænir dreifingaraðilar 10.000 2.000
Vörumerkið Ég 5.000 1.000
Íslenskir lagalistar á Spotify 10.000 2.000
Einkatímaráðgjöf Unnar Söru 15.000 3.000
Íslenskir tónlistarsjóðir 3.500 700
Íslenski tónlistarbransinn 1.990 398
Hvernig skrifa ég fréttatilkynningu? 5.500 1.100
Þetta tilboð gildir til og með 9. mars næstkomandi!
Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta einstaka tækifæri
og næla ykkur í fræðsluefni sem þið getið nýtt ykkur langt fram í tímann!
Unnur Sara miðlar af reynslu sinni sem tónlistarkona en fyrirlesturinn hennar
„Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?” sló í gegn árið 2020 og hlaut
Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar, sem er nú aðgengilegur í vefútgáfu.
Hún útskýrir þetta allt saman á ítarlegan og skemmtilegan hátt í gegnum fyrirlestra, myndbönd og lesefni. Þetta á þetta alveg jafn vel við byrjendur og þá sem hafa verið lengi í bransanum og vilja uppfæra þekkingu sína á nýjungum eins og lagalistum og streymisveitum.
Allt efnið, sem þið kaupið er svo aðgengilegt á lokuðu heimasvæði á vefsíðunni.
Þar getið þið nálgast það hvenær sem ykkur hentar í framtíðinni og prentað út eftir hentisemi.
Upplýsingar fyrir niðurgreiðslukóðann og leiðbeiningar um hvernig skal nýta hann í greiðsluskrefinu er að finna í bréfi sem félagsmenn fengu sent 23. febrúar.
Við viljum minna á að þessi kóði er einungis ætlaður fyrir félagsmenn FÍH og skal ekki deila út fyrir félagið.
Við vonum að sem flest getið nýtt þetta tækifæri og að fræðslan styrki starf og árangur ykkar,
Stjórn og starfsfólk FÍH