FIM þing í Reykjavík

Fréttatilkynning:

 

 

 

FIM þing í Reykjavík

 

Dagana 7.-9. júní fer fram 21. alþjóðlega þing FIM (International Federation of Musicians) í Hörpu. Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) er gestgjafi ráðstefnunnar í samstarfi við Hörpu og sér um skipulag.

 

Þing FIM, sem haldið er á fjögurra ára fresti, er mikilvægur samræðuvettvangur tónlistarverkalýðsfélaga um allan heim um þau málefni sem brenna á tónlistarmönnum varðandi. Málefnin til umræðu tengjast réttindum tónlistarflytjenda, stöðu tónlistarinnar í samfélaginu og eflingu tónlistarmenntunar svo eitthvað sé nefnt.

 

Af hálfu FÍH er lögð áhersla á að kynna íslenskt tónlistarlíf og menningu í tengslum við ráðstefnuna og fjöldi íslenskra hljómlistarmanna kemur fram, m.a. Skuggamyndir frá Byzans með Ragnheiði Gröndal og Kvartett Einars Vals Scheving Einnig sækja ráðstefnugestir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið nk.

 

Gestir ráðstefnunnar eru þegar hér og eftirtektarvert hefur verið hversu mikla aðdáun þeirra tónlistarhúsið Harpa vekur fyrir fegurð og notagildi og hversu mikið þeim þykir um að íslenska þjóðin hafi sýnt þennan stórhug í að byggja upp sitt listalíf.  FIM 2016 - setning