Samstöðufundur á Austurvelli kl. 15:15 í dag mánudaginn 24. október

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundi.

Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar; Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM; Una Torfadóttir, ungur femínisti; og Justyna Grosel blaðamaður.

Fram koma hljómsveitin Eva, Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari, og Ellen Kristjánsdóttir og dætur. Lóa Bergsveinsdóttir stýrir takti.

Baráttufundir eru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn. Nánari upplýsingar á http://www.kvennafri.is/kvennafri

kvennafri