Velkomin heim – tónleikar í tónleikaröð FÍH og FÍT
Sunnudaginn 19. febúar kl 17.00 verða haldnir fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð FÍT og FÍH, Velkomin heim, sem fram fer í Hörpuhorni, opnu rými á annarri hæð í Hörpu. Baldvin Ingvar Tryggvason klarínettuleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja glæsilega dagskrá litríkra verka fyrir klarínett og píanó, með verkum eftir Norbert Burgmüller, Gerald Finzi, Leo Weiner, Claude Debussy og Þorkel Sigurbjörnsson. Baldvin stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, en lauk meistaranámi við hinn virta Royal College of Music í London vorið 2016. Helga Bryndís er einn af okkar mikilvirkustu píanóleikurum og kemur reglulega fram sem einleikari og í kammermúsík, m.a. með Caput hópnum. Aðgangur er ókeypis.