Píanóleikari óskast hjá Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz

Píanóleikari óskast hjá Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz

 

Söngleikjadeildin fer nú inn í sinn fimmta starfsvetur.

Laus er staða píanóleikara við deildina. Tónlistin er krefjandi og æskilegt að viðkomandi píanóleikari lesi nótur vel ásamt því að ráða vel við hryntónlist. 

 

Starfslýsing: Undirleikur 2 klst á viku í hóptímum. Hóptímar eru blanda af masterclass, leiklist og æfingum hópatriða. Ofan á það kemur undirleikur með nemanda þar sem lög eru æfð fyrir hóptíma og tónleika. Alls um 4-6 klukkustundir á viku. Þar ofan á koma nemendatónleikar og viðburðir.

 

Þetta er krefjandi en ákaflega spennandi og fjölbreytt starf við gríðarlega kröftuga og vaxandi deild.

 

Fyrirspurnir sendist á thor@songskoli.is

 

Með kveðju,

 

Þór Breiðfjörð

Deildarstjóri söngleikjadeildar