Öðlingaklúbbur FÍH fundarboð

Ágæti félagsmaður                                          

Á 65 ára afmæli FÍH fyrir hartnær 20 árum var stofnaður Öðlingaklúbbur félagsins.  Tilgangur stofnunarinnar var að tengja saman eldri félagsmenn sem höfðu náð 60 ára aldri og endurnýja gömul kynni um leið og að rifja upp gamalt og gott.  Allt frá stofnun hefur Öðlingasveitin haldið reglulega sína fundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann auk þess sem félagar hafa stigið upp í rútur og keyrt af stað á vit æfintýra á vorin.  Alltaf hefur verið glatt á hjalla og fer ekki á milli mála að stofnun Öðlingaklúbbsins var mjög jákvætt skref í starfsemi FÍH.  Á fundi Öðlinganna koma þekktir hljómlistarmenn og segja frá lífshlaupi sínu.  Hefur þetta mælst vel fyrir og eru þeir fjölmargir sem hafa komið á fundina og sagt sögur úr fortíðinni.  Fram til þessa hafa valist valinkunnir einstaklingar til að halda utan um þessa starfsemi og skipulag hennar en nú kalla þeir eftir endurnýjun og að aðrir taki við. Við í aðalstjórn FÍH viljum hvetja heldri félagsmenn sem hafa náð þeim merka áfanga í lífi sínu að verða sextugir að taka þátt í starfsemi Öðlingaklúbbsins og halda merki hans áfram á lofti. Stjórn félagsins mun gera sitt til þess að styðja við bakið á þeim sem eru tilbúnir að taka við kyndlinum og hefur ráðið Jóhann Hjörleifsson til starfa til eflingar  klúbbsins.  Laugardaginn 28.október nk. verður fundur á Kringlukránni kl.14:00 og skorum við á alla félagsmenn 60+ að fjölmenna á fundinn og bjóða sig fram til starfa. Fundurinn verður á Kringlukránni laugardaginn 28.október kl.14:00

 

Fh. stjórnar FÍH

Björn Th. Árnason

 

Myndir frá stofnun Öðlingaklúbbsins 1997