Staða verkefnastjóra í Landsbyggðartónleika

Kæru félagar,

FÍT auglýsir stöðu verkefnastjóra Tónalandsins – Landsbyggðartónleika FÍH og FÍT, lausa til umsóknar. Um hlutastarf er að ræða.

Verkefnisstjóri sækir um styrki, sér um fjármálastjórn og skipar valnefnd í samstarfi við stjórnir FíH og FÍT auk þess að sjá um samskipti við samstarfsaðila, tónleikahaldara og flytjendur.

Við upphaf samningstímabils fer fram gagnger endurskipulagning verkefnissins í samstarfi við stjórnir FÍT og FÍH. Efla þarf sýnileika tónleikaraðarinnar, stórauka kynningarstarf og samræma kynningarstarf í fjölmiðlum, á heimasíðum og samfélagsmiðlum.

Umsækjendur þurfa að hafa innsýn í tónlistarlíf á Íslandi og reynslu af skipulagningu menningarviðburða. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.

Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2018. 
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir undirrituð, með kveðjur fyrir hönd stjórnar,

 

Hlín Pétursdóttir Behrens

Formaður FÍT, klassískrar deildar FÍH