Tilkynning frá Jazzhátíð

Kæru Jazzarar

 

Jazzhátíð 2018 fer fram dagana 5.-9.september. Sú breyting verður á fyrirkomulagi hátíðin í ár að hún mun fara fram á nokkrum stöðum, í sölum sem taka 70 – 400 manns.

 

Nú kallar stjórn hátíðarinnar eftir hugmyndum að íslenskum atriðum og erlendum samstarfsverkefnum íslenskra spilara.

 

Hugmyndir má senda á stjorn@reykjavikjazz.is merktar “Íslenskt 2018”. Koma þarf fram lýsing á verkefni, slóð á hljóðdæmi og ef um erlent samstarfsverkefni er að ræða má tilgreina styrktarmöguleika/kostnaðarliði. Einnig er mikilvægt að taka fram hvaðan erlendir gestir eru að fljúga

 

Opið er fyrir innsendingar til og með 16.febrúar.

 

Kær kveðja,

Stjórnin.