Aljóðlegi dagur jazzins haldinn hátíðlegur

Fréttatilkynning – Aljóðlegi dagur jazzins haldinn hátíðlegur

Mánudaginn 30. apríl verður haldið upp á hinn árlega alþjóðlega dag jazzins en UNESCO útnefndi þennan tiltekna dag sem hinn opinbera dag jazzins árið 2011. Jazztónlist getur í sínum mörgu og fjölbreyttu myndum verið tákn sameiningar fyrir fólk af ólíkum uppruna og frá öllum heimshornum sem hlustendur og/eða virkir þátttakendur. Jazzdeild FÍH ásamt, Jazzklúbbnum Múlanum, Kex, Húrra og Bryggjunni Brugghús ætla af þessu tilefni að standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri tónlistardagskrá þennan dag í Hörpu og fleiri stöðum vítt og breytt um borgina sem halda reglulega jazztónleika. Frekari upplýsingar um alþjóðlega jazzdaginn má finna á www.jazzday.com

 

Kl. 20:00. Bryggjan Brugghús, Grandagarður 8 – Helgi Björns og jazzkvartett

Helgi Björns, söngur

Ari Bragi Kárason, trompet

Kjartan Valdemarsson, píanó

Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi

Einar Scheving, trommur

 

Kl. 20:30. 

Kex, Skúlagata 28 – Latin-jazz kvintett Tómasar R. Einarssonar

Snorri Sigurðarson, trompet

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, básúna og fiðla
Gunnar Gunnarsson, píanó

Tómas R. Einarsson, bassi
Kristófer Rodríguez Svönuson, kóngatrommur

 

Kl. 21:00. Múlinn Jazzklúbbur, Björtuloftum, Hörpu – ASA Tríó + Jóel Páls

Jóel Pálsson, saxófónn

Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar
Agnar Már Magnússon, Hammond orgel
Scott McLemore, trommur

Kl. 21:00. Húrra, Tryggvagata 22 – Mánujdass

Helgi Rúnar Heiðarsson, saxófónn

Hrafnkell Gauti Sigurðarson, gítar

Andri Guðmundsson, bassi

Óskar Kjartansson, trommur

Kær kveðja,
f.h. stjórnar Jazzdeildar FÍH
Ólafur Jónsson
sími: 868-6673
www.jazzday.com.
harpa.is