Vetrarþing FÍH

Þann 25. janúar næstkomandi mun kennaradeild FÍH standa fyrir vetrarþingi í sal FÍH í Rauðagerði 27. FÍH vill með þinginu stuðla að faglegri umræðu um tónlistarkennslu og bjóða kennurum að taka þátt í dagskrá sem tekur á mikilvægum málefnum sem snúa að tónlistarmenntun. Vetrarþingið getur jafnframt nýst sem hluti af símenntunaráætlun tónlistarskólanna. Við bjóðum alla kennara og tónlistarmenn velkomna að taka þátt í þinginu og við vonumst til að sjá sem flesta. Dagskrá þingsins verður auglýst innan tíðar og við biðjum fólk að taka daginn frá.

Reiknað er með opnum umræðum um viðfangsefnið í lok hvers fyrirlestrar. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu sem og hádegisverður. Vinsamlega skráið ykkur hjá FÍH í síma 5888255 eða sendið póst á netfangið fih@fih.is