Jólatrésskemmtun FÍH
Nú líður að hinni árlegu jólatrésskemmtun FÍH sem haldin er í sal félagsins í Rauðagerði eins og fyrri ár. Tímasetningin er að þessu sinni 21. desember kl. 16-18. Hljómsveit Eddu Borgar heldur uppi jólafjörinu og jólasveinninn stingur inn nefinu, spennandi verður að vita hvað hann dregur úr pokanum? Við bjóðum upp á heitt súkkulaði og meðlæti og að sjálfsögðu er skemmtunin ókeypis fyrir félagsmenn.
Við hvetjum ykkur til að fjölmenna með börnin!
Bestu kveðjur,
Starfsfólk FÍH