Vetrarþing tónlistarkennara FÍH

Vetrarþing FÍH

Þann 25. janúar næstkomandi mun kennaradeild FÍH standa fyrir vetrarþingi í sal FÍH í Rauðagerði 27. FÍH vill með þinginu stuðla að faglegri umræðu um tónlistarkennslu og bjóða kennurum að taka þátt í dagskrá sem tekur á mikilvægum málefnum sem snúa að tónlistarmenntun. Vetrarþingið getur jafnframt nýst sem hluti af símenntunaráætlun tónlistarskólanna. Við bjóðum alla kennara og tónlistarmenn velkomna að taka þátt í þinginu og við vonumst til að sjá sem flesta.

Dagskrá:

10:00-11:00 Áhrif lesblindu á tónlistarnám.

 

Dröfn Rafnsdóttir, deildarstjóri „Miðju máls og læsis“ hjá Reykjavíkurborg fjallar um það hvernig tónlistarnámið getur birst börnum með lestrarvanda og hvernig best sé að mæta þeim.

 

11.00-11:15 Kaffi

 

11:15-12:15 Raunfærnimat fyrir tónlistarkennara?

Elín Anna Ísaksdóttir fagstjóri klassískrar söng- og hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands og Helgi Þ Svavarsson verkefnastjóri og eigandi Happy Bridges fjalla um greiningar- og þróunarverkefni LHÍ og menntamálaráðuneytis um raunfærnimat tónlistarkennara.

Greint verður frá tilurð og stöðu verkefnisins og hugmyndum að mögulegum útfærslum á raunfærnimati fyrir tónlistarskólakennara. Umræður.

 

 

12.15-13:00 Hádegisverður í boði hússins

 

Reiknað er með opnum umræðum um viðfangsefnið í lok hvers fyrirlestrar. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu sem og hádegisverður. Vinsamlega skráið ykkur hjá FÍH í síma 5888255 eða sendið póst á netfangið fih@fih.is