Eingreiðsla

Eingreiðsla til Tónlistarkennara í röðum FÍH

 

 Við minnum ykkur á að 1. febrúar 2019 kom til eingreiðsla skv. kjarasamningi FÍH (gr. 1.6.2) vegna tónlistarkennara. Upphæðin fyrir fullt starf er 58.200 og síðan hlutfall af þeirri upphæð miðað við stöðuhlutfall viðkomandi. Fylgist endilega með að vinnuveitendur ykkar hafi gætt þess að greiða ykkur rétta upphæð!

 

Grein 1.6.2 í samningnum hljóðar svona:

 

„Sérstök eingreiðsla, kr. 58.200 greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni, miðað við fullt starf, sem er við störf í desembar 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðst hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.”

 

Með kveðju

Starfsfólk FÍH