Aðalfundarboð FÍH 2019
Aðalfundarboð FÍH 2019
Kæri félagsmaður,
Aðalfundur FÍH 2019 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 18:00 í sal FÍH í Rauðagerði 27, við hvetjum þig til að mæta og taka þátt í stefnumótun varðandi félagið þitt.
Fyrir félagsmenn á landsbyggðinni og þá sem eiga ekki heimagengt verður bein útsending frá fundinum á netinu, slóðin á útsendinguna verður send síðar.
Fundarefni:
- Venjuleg aðalfundarstörf (skýrsla stjórnar og skýrsla gjaldkera)
- Lagabreytingar
- Kosning til stjórnar (kosið er um varaformann, ritara og gjaldkera)
- Önnur mál
Boðið verður upp á veitingar í hléi.
Við bendum á eftirfarandi klausu úr lögum félagsins:
“Framboð til stjórnarsetu
skulu berast skrifstofu félagsins a.m.k.
viku fyrir boðaðan aðalfund. Stjórn er heimilt að tilnefna félagsmenn í
stjórnir og ráð hafi
ekki borist framboð fyrir tilskilinn tíma.”
Með góðri kveðju, stjórn FÍH