FÍH – aðalfundarboð 2024
Aðalfundur FÍH 2024 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 18:00 í sal FÍH, Rauðagerði 27. Einnig verður hægt að sækja aðalfundinn á ZOOM fjarfundasniði.
Fundarefni:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Lagabreytingar
- Kosning til stjórnar (kosið er um formann, meðstjórnanda og einn í varastjórn)
- Önnur mál
Boðið verður upp á veitingar í hléi.
Vert er að benda á eftirfarandi úr lögum félagsins:
Framboð til stjórnarsetu skulu berast skrifstofu félagsins a.m.k.
viku fyrir boðaðan aðalfund. Stjórn er heimilt að tilnefna félagsmenn í stjórnir og ráð hafi
ekki borist framboð fyrir tilskilinn tíma.
Við vonumst eftir góðri fundarþátttöku. Árangur félagsins byggist á samtakamætti okkar og við leitum eftir að þið takið þátt í að móta hvert við stefnum!
Bestu kveðjur
Stjórn FÍH