FÍO Organistadeild FÍH

Við höfum opnað www.kirkjutónlist.is

FÍO var stofnað þann 17. júní 1951. Félagið er fagfélag organista á Íslandi. Tilgangur þess er að gæta hagsmuna félagsmanna; að stuðla að faglegri uppbyggingu meðal félagsmanna; að stuðla að tónleikahaldi, útgáfustarfsemi og eflingu kirkjutónlistar í landinu; og að viðhalda samskiptum við erlend systurfélög.

Allir organistar geta sótt um inngöngu í félagið.

FÍO er deild innan Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem er stéttarfélag organista.